Ég er búin að vera að farast úr dugnaði alla helgina. Mála og breyta og kaupa mublur og skrúfa saman mublur og hringja í búðir og kvarta yfir að það vanti skrúfur til að skrúfa saman mublurnar (það hvílir einhver bölvun yfir mér hvað þetta varðar) og raða í hillur og skápa og taka til eftir breytingarnar (æi, þar er mikið verk óunnið) og sitthvað fleira. Og ég sé meira að segja fram á yfirvofandi meiri dugnað í næstu viku því að ég á von á manni sem ætlar að gera við gamlar lekaskemmdir á stofuloftinu og í framhaldi af því þarf allavega að mála loftið og ég nota líklega tækifærið og mála veggina líka.
Þessar framkvæmdir ættu nú að duga til þess að ég nenni ekki að gera meira næstu þrjú árin. Eða þangað til ég hef efni á að gera upp baðherbergið. Whichever comes first.