Svalirnar hjá mér eru helsta matarmyndastúdíó landsins um þessar mundir. Ég var að telja það saman áðan að það er líklega búið að taka 110-120 myndir þar frá því í vor. Hálft Grillblað Gestgjafans, bækurnar sem ég skrifaði og 50-60 myndir fyrir grænmetisbændur.
Þetta hefur alltaf gengið vel, nema helst núna áðan - birtan breyttist í sífellu, það duttu stórir regndropar ofan á borðið þar sem maturinn var og svo komu vindhviður og feyktu ,,stúdíóinu" um koll ...
Ég held samt að á endanum hafi komið þokkalegar myndir út úr þessu.