Það er reyndar alveg rétt að útlendingar eiga í mismiklum erfiðleikum með íslensk nöfn en í mínu tilviki er það reyndar fyrst og fremst skírnarnafnið og þá ekki vegna þess að neinn eigi í erfiðleikum með framburð eða stafsetningu - fólk (enskumælandi allavega) á oft bágt með að trúa því að einhver heiti raunverulega Nanna. Samanber t.d. hér - ég man ekki í annan tíma eftir að hafa séð það tekið fram á þessum vettvangi að einhver fyrirlesari ,,heiti þetta í alvöru". Ekki einu sinni þegar ástralski matarhöfundurinn Cherry Ripe heldur fyrirlestur.