Einu sinni sem oftar var ég ein að vinna í gamla Iðunnarhúsinu á Bræðraborgarstígnum á sunnudegi. Þá fór rafmagnið. Kom reyndar strax aftur en við þetta fór öryggiskerfið á lagernum í gang. Þá átti víst galvaskur starfsmaður einhverrar öryggisþjónustu sem við skiptum við samstundis að koma, athuga málið og slökkva á kerfinu. En þegar ég fór heim, einum tveimur tímum seinna, var kerfið enn á fullu.
Núna er öryggiskerfið í Loftkastalanum, sem er hér í húsinu, búið að pípa stanslaust í einn og hálfan tíma. Ekkert gerist. Ég mundi nú ekki treysta 100% á þessar öryggisþjónustur ef eitthvað kemur upp á ...