(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

8.7.04

Ég brá mér í bæinn í hádeginu til að kaupa Lærið af Helgu Sigurðar í Gvendi dúllara - nei, afsakið, Lærið að matbúa heitir bókin víst, hitt var titill sem gárungarnir gáfu henni til samræmis við (Grænmeti og) Ber allt árið. Eða dónalegu bókina, eins og hún var stundum kölluð. Ég átti þessa reyndar fyrir en það eintak var lúð og slitið.

Nú, en auðvitað notaði ég tækifærið og fór að mótmæla við Alþingishúsið. Og þegar ég var búin að vera nokkra stund tók ég eftir því að þetta var dálítið óvenjulegur hópur; landsliðið í mótmælum sást varla. Sjálfsagt var einhver hluti þess þarna en mér fannst mikill meirihluti fundarmanna vera fólk sem venjulega mætir ekki á mótmælafundi. (Sem dæmi - bara fyrir saumaklúbbinn minn: Fyrsta manneskjan sem ég sá var Kolba.)

Á eftir var gengið að stjórnarráðinu til að afhenda ályktun fundarins. Forsætisráðherra er enn í Ameríku eða á heimleið þaðan en það átti þá að afhenda einhverjum starfsmanni plaggið, dyraverðinum ef ekki vildi betur til. En það reyndist ekki nokkur einasti maður vera að störfum í húsinu, að vaktmanni undanskildum. Hmm. Hver stjórnar eiginlega landinu þessa stundina? Eða er því fjarstýrt frá Washington og Peking?

|