Ætli Trójustríðið komi til með að heita Troy-stríðið hér eftir, nema kannski í kennslubókum? Allavega sýnist mér langflestir þeirra sem hafa minnst eitthvað á bíómyndina á netinu kalla hana Troy en ekki Tróju og tala um Iliad en ekki Illíonskviðu, Achilles en ekki Akkilles, Hector en ekki Hektor - ég hef ekki séð neinn minnast á Ódysseif en ætli hann verði þá ekki kallaður Odysseus í framtíðinni? (NB, ég hlakka svolítið til að sjá Sean Bean í því hlutverki - hann höfðar meira til miðaldra kvenna en gæjar eins og Orlando Bloom og Eric Bana).