Laufabrauðsbaksturinn fórst fyrir í gær, sem þýðir að ég verð að vinda mér í hann eitthvert kvöldið núna í vikunni. Ég held þó að ég fari ekki að gera fulla uppskrift, það er varla grundvöllur fyrir því. Ég hef reyndar áður lent í laufabrauðsgerð á undarlegum árstíma, það var þegar ég var að skrifa Icelandic Food and Cookery, en þá var ekki um neina myndatöku að ræða, ég þurfti bara að prófa uppskriftina með amerískum mælieiningum. En það er ekkert vandamál að nota laufabrauðið, hvort sem einhvern langar í hangikjöt og laufabrauð eða ekki - laufabrauð passar nefnilega ansi vel með indverskum mat.
Þetta kommentakerfi er ekki að gera sig. Ætli ég reyni ekki að skipta yfir í Haloscan aftur við fyrsta tækifæri.