(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

24.1.04

Ég ætlaði nú að komast alveg hjá því að horfa á þessa boltaleiki en gerði svo þau mistök (sem verða ekki endurtekin) að bjóða Boltastelpunni í lasagne kvöldið sem Slóvenaleikurinn var og hún tók náttúrlega ekki annað í mál en að hafa kveikt á sjónvarpinu. Ég hélt með Slóvenunum fyrst ég var tilneydd að horfa á þetta. Ja, eða hlusta, ég var reyndar að spila tölvuleik mestallan tímann.

Þá er nú meira gaman að horfa á Rick Stein tína razor shells (hvað sem þær heita aftur á íslensku) á BBC Food; hann stráir salti ofan í holurnar eftir þær í fjörusandinum, þessar löngu og mjóu skeljar koma mestallar upp á yfirborðið (,,like a shit going down in reverse" var lýsing kokksins á þessu) og þá er hægt að grípa þær. Eða öllu heldur taka um þær og draga þær hægt og rólega upp.

Mér er alveg sama þótt sjónvarpið sé undirlagt af boltaleikjum. Ég hef úr nógu öðru að velja ef mig langar að horfa á sjónvarp á annað borð. En það eru reyndar ekki allir svo vel settir.

|