(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

15.1.04

Þegar ég var í háskólanum fyrir ægilega mörgum árum, nánar tiltekið heilum aldarfjórðungi, þá voru framboðsfundir vegna stúdentaráðskosninga haldnir í Hátíðasalnum og ef ég man rétt (sem ekki er nú alltaf raunin), þá var kjörstaður opnaður á meðan fundurinn stóð yfir. Ég hafði einhvern áhuga á stúdentapólitík á þessum árum og fannst að minnsta kosti sjálfsagt að mæta á fund og hlusta eitthvað á umræður, láta ekki bara nægja að koma og kjósa. Reyndar man ég bara eftir einum fundi, kannski mætti ég ekki á fleiri. En á þessum tiltekna fundi hafði ég gagnlega barnið meðferðis, sem bendir til þess að hann hafi verið seinni hluta dags eða snemma kvölds, allavega hefur ekki verið orðið mjög framorðið. Ég varð að taka hana með af því að ég hafði ekki upp á mjög marga að hlaupa til að passa hana þegar á þurfti að halda og þurfti að spara mögulegar barnapíur til að geta gripið til þeirra um helgar. Maður var með forgangsröðina á hreinu í þá daga.

Ég var semsagt með barnið með mér; hún hefur líklega verið rétt að verða fimm ára. Það voru fjörugar umræður á fundinum, margir á mælendaskrá og ræðutími afar takmarkaður, líklega við annaðhvort þrjár eða fimm mínútur. Salurinn skiptist í tvær nokkurn veginn jafnar fylkingar sem báðar klöppuðu ákaft fyrir sínum mönnum og bauluðu og blístruðu á andstæðingana. Gagnlega barnið skemmti sér hið besta, tók þátt í stemmningunni og klappaði manna ákafast fyrir öllum ræðumönnum, sama úr hvorri fylkingunni þeir voru, en tók engan þátt í baulinu. Átti jafnvel til að kippa í mig og skipa mér að klappa ef henni þótti ég ekki fagna einhverjum ræðumanna nógu vel.

Þegar allnokkuð var liðið á fundinn kom maður nokkur, eilítið eldri en flestir aðrir ræðumenn, upp í ræðustól, fór þegar á mikið flug og hafði hátt. Hann var ekki búinn að tala nema í svo sem mínútu þegar barnið kippir fast í mig og hvíslar svo í eyrað á mér:

- Við skulum ekkert klappa fyrir þessum.

Ég hlýddi því náttúrlega og þurfti kannski ekki hvatningu til. Og aldrei síðan hefur hvarflað að mér að klappa fyrir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, enda hef ég svosem ekki mikið þurft að hlusta á hann. Jú, hann var nokkuð fimur í Kastljósinu á dögunum. En dugði ekki til.

|