Ef ég ætti að mæla með einni bók núna, þá yrði það líklega þessi hér. Nigel Slater er trúlega uppáhaldsmatreiðslubókahöfundurinn minn, en það er engin uppskrift í þessari bók. Þetta eru bernskuminningar hans, byggðar upp á smáköflum sem allir snúast um einhverja tegund matar; samt er bókin alls ekki um mat og það er engin uppskrift í henni.
Hér er nýlegt viðtal við Nigel Slater um bókina. Og ég mæli sérstaklega með að þið skrollið neðst í viðtalið og lesið ,,Stuff I know about cooking".