(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

10.9.03

Þegar við efnafræðistúdentinn vorum að búa okkur til brottfarar að heiman í morgun spurði hann hvort ég hefði veitt athygli ,,the return of the motta". Ég starði út um opnar dyrnar fram á stigapallinn, þar sem bláa dyramottan okkar blasti við, og kannaðist ekkert við að hún hefði farið á neitt flakk og snúið aftur. Svo kom náttúrlega upp úr dúrnum að drengurinn átti við mottuna sem skreytir efri vörina á honum sjálfum.

Ég skal alveg játa það á mig að ég er löngu hætt að fylgjast með síbreytilegum hárvexti í andlitinu á honum. Ef hann hyrfi sporlaust í dag og ég þyrfti að gefa lögreglunni lýsingu á honum, jú, þá gæti ég það reyndar af því að hann vakti sérstaklega athygli mína á mottuvextinum í morgun. En á venjulegum degi gæti ég alls ekki sagt hvort hann væri þá stundina skegglaus með öllu, með mottu, hökutopp, alskegg ... Ég er ekkert viss um að ég gæti lýst hársíddinni heldur.

Er ég skeytingarlaus og vond mamma?

|