Nýjustu fréttir: Pitsukassasafnið er komið út í tunnu.
Annars datt mér í hug áðan saga sem ég er nýlega búin að segja efnafræðistúdentinum af bræðrum tveimur í Þýskalandi, sem erfðu fé eftir foreldra sína einhvern tíma kringum fyrri heimsstyrjöldina. Annar var sparsamur og lagði allt sitt í banka og lét það ávaxtast. Hinn drakk allan arfinn út. Svo kom verðhrunið mikla, sparsami bróðirinn missti aleiguna á skömmum tíma, en hinn lifði góðu lífi á að selja tómu flöskurnar sem höfðu safnast upp í kjallaranum hjá honum meðan hann drakk.
Mig minnir að þessi saga sé úr Fallandi gengi eftir Remarque. En það er líklega engin leið að koma pitsukössum í verð svo að ekki hefur það verið áformið hjá honum.