Menningarnótt hefur vafið upp á sig, segir Fréttablaðið og tilkynnir ,,Í dag líkur dreyfingu á aukablaði um dagskrá Menningar náttar". Það hefur heyrst að blaðaútgáfan gangi glimrandi vel, ætli þeir fari ekki bráðum að hafa efni á prófarkalesara?
Ég er nú ekki búin að fá þetta aukablað ennþá, ,,dreyfingin" hefur ekki náð til mín. En ég náttúrlega bý í miðbænum og kemst ekki hjá því að taka þátt í Menningarnótt - reyndar er það galli hvað hún hefur ,,vafið" mikið upp á sig, maður kemst ekki yfir að líta á nema brot af því sem í boði er. Þó veit ég bara um eitt atriði sem verður hér á Kárastígnum, það er markaður sem verður fyrir utan Yggdrasil.