Efnafræðistúdentinn gekk hér um í gærkvöldi með hattkúf á höfði. Mér sýndist snöggvast í hálfrökkrinu á ganginum að þar væri Erlingur Brynjólfsson á ferð. Ekki að þeir frændurnir séu neitt sérstaklega líkir (eða sérlega náskyldir), en þegar drengurinn er með þetta ljósa skegg og hattinn á hausnum - jæja, og í lélegri birtu og ég nýkomin af flugeldasýningu - þá sá ég snöggvast einhvern svip sem ég hef ekki séð áður.