Í gærkvöldi kom sendill frá póstinum (ekki samt þessi þéttvaxni) með bókasendingu til mín og þar í var To the Nines, nýja (og níunda) bókin í Stephanie Plum-seríunni eftir Janet Evanovich. Mér finnst þessar bækur óborganlega fyndnar og þótt formúlan sé kannskik aðeins farin að slitna get ég hlegið mig máttlausa yfir sumum köflunum - í þessari nýju er til dæmis atriði sem gerist í Vegas, þar sem Lula hendir risastóru skærbleiku G-strengs-nærbuxunum sínum upp á sviðið, beint framan í Tom Jones - sem reynist síðan alls ekki vera Tom Jones, það stendur yfir Tom Jones-eftirhermusamkoma í Vegas - og reyndar líka Elvis-eftirhermusamkoma - og Tom Jones-eftirhermur og Elvis-eftirhermur eru ekki vinir ...
Það er hægt að lesa fyrstu kaflana úr bókinni hérna.