Tom Jones, vel á minnst - ég hef alltaf séð dálítið eftir því að hafa ekki farið í Tívolí að sjá hann um árið, þegar ég var þar að heimsækja Siggu systur og reyna að fá aðgang að skjalasafni dómsmálaráðuneytisins. Ég var að hugsa um að draga Siggu með mér en það strandaði kannski helst á því að ég átti engar viðeigandi nærbuxur til að henda upp á sviðið - kona á mínum aldri getur ekki farið að hlusta á Tom án þess að grýta hann með nærbuxum, er það? Og það geta ekki verið hvaða naríur sem er. Kannski ef ég hefði átt einhverjar eins og þessar hennar Lulu, sem ég var að lýsa áðan, svona King-Kong-thong ...
Nah, ég veit annars ekki. Tom Jones er dálítið eins og Haukur Morthens. Betri ef maður sér hann ekki.