Ég er orðin leið á grillmat í bili. Það endist að vísu varla nema næstu tvo daga, kannski örlítið lengur ef veðrið hættir að vera gott á svölunum mínum (mér er sama hvernig það er annars staðar), en allavega ætla ég að elda eitthvað annað í kvöld. Helst eitthvað með sítrónumelissu af því að ég á böns af henni úti í glugga síðan við vorum að mynda sítrónumelissuþátt fyrir helgina. Steikt brauð (sama og Eyfirðingar kalla soðiðbrauð) með rjómaosti hrærðum með sítrónumelissu og kannsi nýrifnum parmesan? Steiktur silungur fylltur með sítrónumelissu og rauðlauk? (æi, andskotans efnafræðistúdentinn borðar ekki silung) Ávaxtasalat með sítrónumelissu og hálfbráðnum ís?