Efnafræðistúdentinn var á námskeiði fyrir nýja starfsmenn íþróttamannvirkja ÍTR í dag. (Mér finnst mjög fyndið að hann skuli vera orðinn slíkur, af því að ég þekki feril hans - hann er meðal annars eini maðurinn sem ég veit um sem hefur fallið í fjallgöngu, og þá meina ég ekki bókstaflega.) Á þessu námskeiði var meðal annars dr. Hugo Þórisson að ræða um samskipti við börn og unglinga. Og tiltók ýmis dæmi um óheppilega hegðun og viðbrögð foreldra og annarra fullorðinna gagnvart börnum og unglingum. Efnafræðistúdentinn sagðist hafa kannast við nánast hvert einasta atriði úr samskiptum okkar mæðginanna.
Það segir svo auðvitað sína sögu að ég hló eins og bestía þegar hann sagði mér þetta.