Það er klausa í Mogganum í dag um riðuniðurskurðinn á Njálsstöðum. Þar missti Eldfjallið allan sinn fjárstofn, sem var eitt lamb. Hún grét yfir því en ekki nærri eins mikið og ég, þegar Mókolla mín fannst dauð í Gilinu hér um árið. Ég skammast mín hálfpartinn fyrir að segja frá því en ég held næstum að það sé í eina skiptið sem ég hef grátið upphátt vegna dauða einhvers. En ég hef bara verið svona heppin.