Sá á mbl.is frétt um að Hagfræðistofnun verslunarinnar í Svíþjóð hefði ákveðið jólagjöfina í ár og það er matreiðslubók - engin ein tiltekin bók held ég, en þetta kemur mér svosem ekki á óvart þar sem matreiðsla er í tísku víðast hvar á Vesturlöndum. Ekki veit ég hver verður jólagjöfin í ár á Íslandi (jólajuðari kannski) en ætla að benda á að það er hægt að velja úr þremur matreiðslubókum eftir mig - eða verður hægt innan fárra daga, þegar Matarást kemur úr endurprentun. Bara svona ef einhver á eftir að velja jólagjöf.