Ég var að lesa frétt um það á mbl.is að skuldir Skjás 1 hefðu lækkað um eitthvað 600 milljónir í fyrra. Vá hvað reksturinn gengur vel hjá þeim, hugsaði ég, en svo las ég áfram og þóttist sjá að þarna hefðu menn bara verið að breyta skuldum í hlutafé í stöðinni. Ætli ég geti fengið Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina til að breyta skuldunum mínum í hlutafé í mér?