Mig vantar öflugri reiknivél
Ég ætlaði að reikna út hver minn hluti væri í fimmtíu milljarða skuldauppgjöfinni sem Kaupþingsstarfsmenn fengu á dögunum. En reiknivélin mín tekur víst ekki svo háar tölur. Það er svo ansi margt sem þarf að reikna þessa dagana. Einhvernveginn efast ég um að ég hefði fengið sama hluta í gróðanum ef allt hefði nú farið á annan veg.
Ókei, kannski er verið að búa til einhverja Lúkasa (eða öllu heldur einhverja Helga ekkihundamorðingja) í bankakerfinu. Kannski. En þetta virðist hafa verið þvílíkt þrugl alltsaman.