Í kjörklefanum
Dulítið væmið, jájá, en samt ... Snerti einhvern streng. Eins og sagan af 95 ára svertingjakonunni sem skráði sig á kjörskrá og kaus í fyrsta sinn á ævinni. Eða þessari hundraðogeitthvað ára sem var dóttir manns sem fæddist þræll. Maður hefur gott af svoleiðis sögum inn á milli.
Margir segja svipaðar sögur í kommentunum við þessa færslu, af börnum sem eru tekin með að kjósa af því að það skiptir máli. Mér fannst þessi samt skemmtilegust:
,,Well, I did vote for Obama this morning. I used to take my kid, but there was no fargin way to separate a high school student from a bed before 11:00 am on her day off.
Even Barack can't work miracles ..."
Nokkuð til í því.
Ég man ekki hvort ég tók nokkurn tíma börnin mín með í kjörklefa en gagnlega barnið var einu sinni tekin með og aðstoðaði frænku sína við að kjósa Fylkinguna, sællar minningar.