KR-stelpurnar í undanúrslit
Boltastelpunni og hinum KR-stelpunum gengur fantavel á mótinu í Danmörku, þær eru komnar í undanúrslit eftir einhvern stórundarlegan leik við breskt lið (Reading) þar sem ensku stelpurnar gengu af velli og hættu leiknum í síðari hálfleik af óútskýrðum ástæðum; þá stóðu leikar 2-2 en KR var dæmdur sigurinn 3-0 (þær hefðu reyndar farið í undanúrslitin þótt leiknum hefði lokið með jafntefli). Áður höfðu bresku stelpurnar að mér skilst stundað það að hrynja niður hópum saman og liggja á vellinum til að tefja leikinn ... Nokkrar myndir eru hér og ég sé ekki betur en rauðhærða barnabarnið mitt sé þarna á miðri næstefstu myndinni svo að hún hefur kannski fengið að spila eitthvað núna - vonandi hefur slitni lærvöðvinn þolað það.
Allavega, það er frídagur hjá stelpunum í dag sem átti að nota í tívolíferð og H&M náttúrlega. Sem er náttúrlega hinn aðaltilgangur ferðarinnar.