Kaffi, langlífi, kæfa og Alzheimer
Ég drakk extra mikið kaffi í hádeginu til að lengja lífið.
En svo rifjaðist upp fyrir mér að ég er nýbúin að lesa grein um að mikil neysla á foie gras geti leitt til Alzheimer. ,,The tasty way to get Alzheimer's" minnir mig að fyrirsögnin hafi verið. Og ég er einmitt búin að borða alveg óvenju mikið af anda- og gæsalifur og -lifrarkæfu síðasta árið.
Þannig að ég er bara að lengja þann tíma sem ég verð seníl og rugluð.
Það er vandlifað.