(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

23.7.08

Hjólabrettakappi með fiskipítsu

Afmælisdrengurinn hringdi í gærkvöldi og söng fyrir mig ,,Ég á afmæli í dag" - sennilega vissi hann að ég væri ólíkleg til að syngja fyrir hann. Sagði mér að hann hefði fengið hjólabretti og kappakstursbíl í afmælisgjöf og væri þegar búinn að detta oft af hjólabrettinu. Mikið fjör. Hann á örugglega eftir að drepa sig á þessu appírati. En það voru foreldrarnir sem gáfu honum það svo að þeim er nær.

Síðan upphófust deilur á milli hans og móður hans um hvort þau væru stödd á Hólmavík eða ekki. Ekki fékkst niðurstaða sem afmælisbarnið sætti sig við en þau munu vera í sumarbústað skammt frá Hólmavík. Hann sagðist vera að fara að veiða í dag (fisk en ekki ísbirni) og ætlar að koma með fiskipítsu handa mér. Ég náði því ekki alveg.

Systur hans gengur vel á fótboltamótinu - eða reyndar er hún ekki farin að spila sjálf, tókst að sprauta kælikremi í augað á sér í gær, blessuðum hrakfallabálkinum, en hún á að spila við enskt lið (Reading) í dag - en þær eru í efsta sæti í sínum riðli þannig að hún er býsna ánægð með árangurinn.

|