(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

24.3.07

Engin skúffukaka?

Það bar helst til tíðinda í afmælisveislunni minni að skömmu áður en fyrstu gestir komu bilaði teygjan í pilsi afmælisbarnsins. Tilraunir með bréfaklemmur og hefti báru lítinn árangur svo að ég þurfti stöðugt að kippa pilsinu upp um mig í veislunni svo það sigi ekki óhóflega - eða jafnvel svo að ég stæði skyndilega á brókinni fyrir framan alla gestina. Sem sögðu jafnan, ef þetta óhapp barst í tal: -Dæmigert fyrir þig (eða eitthvað í þá veru). Sem er náttúrlega hárrétt.

Annars fór afmælisveislan hið besta fram og ég þakka þeim fjölda ættingja, vina og kunningja sem mættu, skemmtu mér og hjálpuðu til að gera kvöldið eftirminnilegt. Og þeir sem ætluðu að koma en komust ekki - tja, þeir geta beðið eftir sextugsafmælinu. Eða komið í kaffi.

Gurrí fullyrðir að Jude Law hafi mætt. Ég sá hann nú ekki en hann gæti hafa verið inni í hliðarsalnum allan tímann að skoða fótboltamyndir með Sauðargærunni og Oddi frænda hans. Nema kannski var Gurrí farin að sjá ofsjónir; kannski voru barferðirnar ekkert færri en allar ferðirnar að matarborðinu, sem hún segir frá á blogginu sínu. Eða kannski voru Jude og Gurrí bara á barnum allan tímann ...

Matseðillinn var annars samsettur með það í huga að allt væri sem fyrirhafnarminnst og eldamennska í lágmarki. Sauðargærunni leist reyndar ekki á blikuna þegar hann spurði mig nokkru fyrir afmælið hvað yrði boðið upp á og ég nefndi plokkfis.

-Maður hefur ekki plokkfisk í afmælisveislu, sagði drengurinn andaktugur. -Ég vil fá skúffuköku.

En amman nennti ekki að baka skúffuköku og drengurinn og Dagur frændi hans lágu í rúgbrauðinu allt kvöldið. Unglingarnir pöntuðu sér pítsu. Matargerð mín féll semsagt ekki í kramið hjá yngri kynslóðinni í gærkvöldi.

Ég fékk fjöldan allann af flottum gjöfum. Var reyndar svolítið hugsandi yfir öllum þeim bjútítrítmentvörum sem ég fékk - er verið að reyna að segja mér eitthvað? En það kemur sér örugglega allt mjög vel og ég yngist upp um mörg ár. Uppáhaldsgjöfin mín var samt beljukertið sem Hekla bjó til handa mér.

Takk, öllsömul, enn og aftur.

|