Nóg að gera
Ég hef áður andvarpað yfir eigin skorti á skipulagshæfileikum, sem gera það að verkum að ég þyrfti iðulega helst að gera milljón hluti í einu. Eða allavega tíu, svo allar sanngirni sé gætt.
Til dæmis núna.
Ég held að ég leggi það strax í salt að koma mér fyrir í nýju íbúðinni. Það má bíða. Ákveðin önnur verkefni bíða sjálfkrafa a.m.k. þangað til ég er búin að fá mér nýja heimatölvu.
En það er víst nóg eftir samt. Blað þar sem ég tók við aðstoðarritstjórn í morgun, bók sem ég er að skrifa og á að vera búin að skila handriti að, afmælisveisla sem ég lofaði að sjá um, matarboð sem ég er búin að lofa fólki hægri vinstri ...
Og ég sem er á leið til London í næstu viku.
Ég læri aldrei af reynslunni.