Stefán kaupmaður í Skerjaveri kom hér áðan færandi hendi og þakkaði mér fyrir að hafa talað fallega um lambakryddið sitt. Það var nú ekki nema bara sjálfsagt mál, þetta er hin fínasta blanda hjá honum og hentar á margt annað en lamb. Hann kom líka með nýja tilraunablöndu, kalkúnakrydd sem ég hlakka til að prófa. Er reyndar ekki að fara að elda kalkún á allra næstu dögum svo ég viti til (og ætla ekki í kalkúnaboðið hjá Gunnu systur á gamlárskvöld í fyrsta skipti í mörg ár) en ég er viss um að það er hægt að prófa blönduna á ýmsu öðru.
Í kvöld er aftur á móti meiningin að elda kengúru fyrir fjölskylduna. Hmm, kannski ég prófi kalkúnakryddið á hana ... það gæti vel virkað.