Venjulega, þegar við erum að skila af okkur stóru blaði (eins og við eigum að gera á morgun) er úr manni allur vindur á eftir og í einhverja daga er maður eins og sprungin blaðra og gerir ekki neitt. Núna verður enginn tími til þess og það þarf víst að klastra bótum á blöðruna og pumpa hana strax aftur upp ...
Ég sé fram á að vinna meira og minna allar helgar fram til 1. desember. Nýlega sá ég eitthvert femínistatuldur (NB það er bara þegar ég er í ákveðnu skapi sem ég tek svona til orða) um að konur fái ekki að vinna eins mikla yfirvinnu og karlar. Þeir (þær) sem halda að yfirvinna sé eitthvað sérlega eftirsóknarverð mega bara eiga mína. (NB það er líka bara þegar ég er í ákveðnu skapi sem ég segi þetta.)
Og svo er það þetta með rúmlega þriggja vikna sumarfríið sem ég á eftir að taka.