Ég skoða nú ekkert sérlega oft sjónvarpsdagskrána á textavarpinu en ég gerði það áðan og fannst frekar sérkennilegt að þar stóð 19.32 Veður (1:7). Ég hélt að þetta væri einhver villa, vissi ekki að veðrið væri orðið að framhaldsþætti - en þegar ég fletti yfir á næstu daga, þá sá ég að þar stóð Veður (3:7) og svo framvegis. Og á sunnudaginn er Veður (7:7). Þýðir það að þá er veðrið búið og svo kemur vonandi ný þáttaröð? Eða er þetta kannski búið að vera svona lengi án þess að ég hafi tekið eftir því og við erum komin í 237. þáttaröð af veðrinu eða eitthvað?
31.10.05
- Gerard Depardieu segist ætla að hætta að leika í k...
- Ljósritunarvélin hérna frammi á gangi hefur farið ...
- Mig langar í Star Trek-kökubox. Sérstaka afmælisút...
- Við erum enn að borða okkur í gegnum eftirstöðvarn...
- ,,Afbrýgðisemi, sögusagnir og eignarhald kraumar e...
- Þetta er raunveruleikaþáttur sem ég gæti vel hugsa...
- Það er víst mánuður í dag síðan vefurinn var opnað...
- Ég var að skoða myndirnar sem teknar voru fyrir jó...
- Er ég mjög ódæmigerð kona af því að ég get ekki ho...
- Ég er búin að fá þrjú bréf að undanförnu þar sem h...