Ég held að ég sé að verða alveg óþörf hér á heimilinu.
Boltastelpan kom í heimsókn í dag og eldaði þríréttaða ítalska máltíð fyrir sex (eða fimm; bróðir hennar borðaði bara eftirréttinn) tiltölulega hjálparlítið - antipasti di Hekla (hráskinka, pepperóní, tómatar, sólþurrkaðir tómatar, ólífur og mozzarella á spínatbeði), lasagna al forno (hún bjó pastadeigið til sjálf, flatti það út og setti lasagnaið saman) og heimagerðan ís með jarðarberjum og karamellusósu.
Var ég annars búin að minnast á hvað ísinn í Tórínó er góður.
Hann er góður.
En ísinn hennar Heklu var líka góður.