Við efnafræðistúdentinn erum að horfa á Grand Prix der Volksmusik á ZDF. Eða reyndar bara ég núna, efnafræðistúdentinn flúði kveinandi í bað þegar hann var búinn að hlusta á tvífara Péturs í Álftagerði og heilan flokk af aulalegum söngvurum í köflóttum skyrtum og lederhosen. Þannig að hann missti t.d. af söngflokk í ljósbláum skyrtum og lederhosen og öðrum í hvítum skyrtum og lederhosen. Og söngvara í bleikrósóttum jakkafötum. Og nokkrum öðrum góðum harmoniku- og gítarspilandi númerum.
Þar á undan vorum við að horfa á kristilega líkamsræktarþáttinn Body and Spirit á 3ABN, sem er sennilega fáránlegasta sjónvarpsefni sem um getur. Ekki hægt að lýsa honum, maður verður að sjá hann. Og það er hægt að fá hann á vídeói ...
Við erum með of margar sjónvarpsstöðvar.