Ég var að lesa nýlega um hækkun á húsaleigu í Reykjavík en held nú samt að hún sé ekki alveg komin upp á þetta stig ennþá. Ekki einu sinni í miðbænum.
Sem minnir mig annars á: Mér er farið að bráðliggja á að losna við efnafræðistúdentinn og honum er ekki síður farið að liggja á að losna við mig. Þar sem ég á ótvírætt íbúðina (hann er að vísu farinn að lýsa því fjálglega fyrir mér hvernig hann gæti eitrað fyrir mér án þess að nokkuð væri hægt að sanna), þá er það ljóst að það er hann sem vantar húsnæði. Þannig að ef einhver veit af góðum skáp til útleigu, gjarna í 101, sem gæti rúmað myndarlegan ungan háskólanema ...