Ég sé fram á að verða í vinnunni eitthvað fram eftir kvöldi, grillblaðið er á lokasprettinum og fer vonandi að mestu leyti frá okkur í kvöld. Jæja, blessaður drengurinn sveltur allavega ekki, það er svo mikið til að borða heima eftir grillmyndatökuna í gær - kótelettur, kjúklingur, hamborgari og fleira og svo er enn einhver afgangur af nautalundinni, merkilegt nokk.
Annars langar mig akkúrat núna í þykka og safaríka nautasteik beint af grillinu. Ég er að lesa um eina slíka (Texas rib-eye steak) sem er lýst svona ,,If these steaks could walk, they'd have a definite swagger." Akkúrat þannig steik langar mig í.
En jafnvel þótt ég nennti út í Krónu efast ég um að þeir eigi rib-eye. Svo að kannski fer ég bara bráðum og athuga hvað ég finn í eldhúsinu. Ég hef reyndar grun um að þar sé óvenju fátæklegt því að við höfum ekki eldað svo mikið þar þennan mánuðinn, meira verið að grilla út um allan bæ.