Móðirin (að horfa á sjónvarpsfréttir): -Ættum við kannski að kaupa Símann?
Efnafræðistúdentinn: -Fyrir hvaða pening?
Móðirin: -Nú, við fáum bara lánaða peninga.
Efnafræðistúdentinn: -?
Móðirin: -Bara eins og aðrir sem koma til með að bjóða í símann. Það þarf enginn að segja mér að þeir dragi bara upp tékkheftið, ha? Við hljótum að geta fengið lánað rétt eins og aðrir.
Efnafræðistúdentinn: -Æi, ég nenni ekki að taka þátt í svona heimskulegum samræðum.
Móðirin: -Þetta er ekkert heimskulegra en þegar þú til dæmis spyrð af hverju þú hafir ekki verið látinn heita Bartólómeus eða eitthvað.
Það var sagt frá því áðan að forsætisráðherra yrði í Ísland í dag. Og ég hugsaði: Neei, Davíð bara mættur ...