Það líður aldrei svo vika að ekki komi einhver hér inn á bloggið að leita að samkvæmisleikjum (af því að ég hef oftar en einu sinni nefnt þá og aldrei í sérlega jákvæðum tón) og oft er þetta á hverjum degi. En að undanförnu hefur þetta verið oft á dag. Er fólk á kafi í samkvæmisleikjum í jólaboðum og jólahlaðborðum? Eða eru svona margir spenntir fyrir bókinni hans Braga?
Þórdís mælir allavega með henni. Kannski ég kíki á hana.