Æi, ég er þeirrar skoðunar að með ríkisstjórnir, forseta og þess háttar gildi sama og um eiginmenn: Maður fær það sem maður á skilið. Og hefur séns á að losa sig við mistökin. Séu þau færi ekki nýtt hefur maður við engan að sakast nema sjálfan sig. En það er nú einu sinni þannig að kona í niðurbrjótandi hjónabandi er oft seinust að átta sig á því sjálf og það þýðir ekkert fyrir aðra að reyna að benda henni á það.
Blogger var að stríða mér í gær, annars hefði ég kannski haft eitthvað meira um þetta að segja.