Af því að ég giskaði á Norfolk-eyju í getrauninni hjá Begga (tilgátan var röng), þá þurfti ég að glugga í matreiðslubók sem ég á frá þeirri ágætu eyju. Þetta er nú ekki sérlega þykk bók en á þremur síðum aftast er hægt að finna fáein orð og frasa á Norfolk-mállýsku. Maður gerir ráð fyrir að í svona lista séu tekin þau orð og frasar sem mest þörf er á að hafa á takteinum þegar maður kemur til Norfolk-eyjar.
Fyrsta setningin í listanum er þessi: Da lettle sullen se wylie up in ar pine. Sem þýðir ,,þetta litla barn er fast uppi í furutrénu þarna".
Hlýtur að vera algengt vandamál á Norfolk.
Svo er gott að vita að deffy þýðir ,,this way" og daffy þýðir ,,that way".