Og Ronnie frændi bara genginn fyrir ætternisstapann. - Annars held ég að hann hafi alls ekki verið af Djúpadalsættinni þótt einhverjir væru að halda því fram hér um árið. Af þeirri ætt eru þó ýmsir aðrir kunnir skemmtikraftar, eins og til dæmis þeir Sverrir Stormsker og Gylfi Ægisson. Það var allavega ekki í höfuðið á honum sem efnafræðistúdentinn var látinn heita Rögnvaldarnafni, og er hann þó fæddur á sjötugsafmælisdegi forsetans heitins.