Ég hef tekið eftir því að þegar efnafræðistúdentinn fer úr skónum frammi á stigapalli, þá skilur hann nánast undantekningalaust þannig við þá að hægri skórinn snýr tánni í hánorður og sá vinstri í vestnorðvestur. Og þeir eru aldrei sérlega nálægt veggnum.
Ég þarf líklega að stúdera fótaburðinn hjá drengnum betur næst þegar ég sé hann fara úr skónum til að komast að því hvernig á þessu stendur.