(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

26.6.04

Ég er búin að vera í skápnum í allan dag og var rétt að koma út. Fataskápnum alltsvo. Fyrst gamla skápnum, sem ég var að tæma, og svo þeim nýja, sem byrjaði á sjö flötum, níðþungum kössum - nú eru bara tveir eftir og skápurinn er kominn upp, ég á bara eftir að setja saman eitthvað af skúffum og festa tvær af hurðunum.

Þetta gekk stórslysalaust en um tíma leit bara alls ekkert út fyrir það. Ég gerðist nefnilega svo djörf að kaupa Idé-möbler-skáp frá Húsgagnahöllinni í staðinn fyrir að fara bara í IKEA (ég fór reyndar í IKEA en leist ekki nógu vel á skápana þar). En gallinn er að ég er sérfróð í leiðbeiningum um samsetningu á IKEA-húsgögnum - Idé leiðbeiningarnar kunni ég ekkert á. Og þær eru náttúrlega ekkert eins og IKEA-leiðbeiningar og þetta voru sjö kassar, sjö sett af leiðbeiningum (eða ég geri ráð fyrir að það séu leiðbeiningar í skúffukössunum líka) og þótt mér tækist smátt og smátt að ráða fram úr þeim vantaði svona blað með heildarleiðbeiningum og hjálplegum ,,byrja hér" vísbendingum. Reyndar var gjörsamlega útilokað að búa til akkúrat skáp eins og ég var að kaupa með því að fara eftir leiðbeiningum fyrir hvern kassa um sig og maður þurfti að finna út úr því sjálfur hvernig átti að samræma allar leiðbeiningarnar - og auðvitað áttaði ég mig ekki á því fyrr en ég var að verða búin að skrúfa saman fyrsta skápinn. Ojæja. Það var til allrar hamingju ekki mikið mál að skrúfa hann sundur aftur.

En þetta hafðist (geri ráð fyrir að skúffurnar verði auðveldar viðfangs) og ég gat sett skápinn saman nokkurn veginn hjálparlaust, kallaði þó einu sinni á efnafræðistúdentinn til aðstoðar. Hann var annars upptekinn við skipulagsbreytingar í sínu eigin kamesi.

Gamli skápurinn var 1,10 x 1,60 m. Sá nýi er 2 x 2,10. Jú, það er munur.

Og gamli skápurinn? Hann var settur inn á bað til bráðabirgða (þ.e. þar til herbergi efnafræðistúdentsins losnar einhverntíma í framtíðinni). Nú spyrja þeir sem til þekkja örugglega: ,,Kemst hann fyrir þar?" og svarið er: ,,Tja ... eee ... sko ..."

|