Málfræðilegt spursmál: Er rangt að tala um að hræra einhverju saman við eitthvað annað?
Ég hef alltaf, í öllum mínum bókum, greinum og annarsstaðar, talað um að ,,hræra saman rjóma, smjör og egg í skál" en svo aftur að ,,hræra rjóma, smjöri og eggjum saman við hveiti" og það hefur aldrei nokkur maður gert athugasemd við þetta. Nú eru prófarkalesararnir hér allt í einu teknir upp á að breyta þessu og bera fyrir sig Íslenska málstöð. Ég hugsa nú að ég taki ekkert mark á prófarkalesurunum en hvað finnst ykkur?