Þeir sem lesa Gestgjafann vita að ég er með svona ,,spurt og svarað"-dálk þar. Ég ætlaði að ganga frá honum í dag fyrir næsta blað en aldrei þessu vant eru eiginlega engar spurningar sem liggja fyrir, eða ég hef allavega ekki fengið neinar á borðið hjá mér. Ef einhver hér er með einhverja matartengda spurningu sem mundi passa þarna inn í, blessuð komið með hana - hér eða í tölvupósti. Ég dunda mér þá við þetta yfir páskana. Ef ég kem einhverju í verk. Spurningarnar eru nafnlausar þannig að það er alveg óhætt að spyrja um eitthvað sem þið skammist ykkar fyrir að vita ekki ...