Einhver spurði mig hvað ég gerði við tómatana mína fyrst ég geymdi þá ekki í ísskápnum eins og fram kemur hér að neðan. Sko. Tómatar eru ávextir (ber, strangt til tekið) og eiga best heima í ávaxtaskál eða körfu. Hjá mér eru þeir oftast nær í körfu á eldhúsbekknum, á bak við eldavélina (eða þannig). Á sumrin eru þeir þó oftast í lokuðum bréfpoka í körfunni af því að svarðmý (minnir mig að það heiti, pínulitlar flugur) er plága á Kárastígnum, stundum á öðrum stað sem sólargeislarnir komast ekki að og ef er steikjandi hiti (á íslenskan mælikvarða) kannski inni í búri. En fullþroskaðir tómatar eru yfirleitt notaðir fljótt á mínu heimili og það er ekki algengt að þeir skemmist þótt þeir séu ekki í kæli. Og ef þeir fara yfir strikið í þroska, ja, þá má samt finna not fyrir þá. Svo ég vitni í biblíuna The Big Red Book of Tomatoes eftir Lindsay Bareham:
,,Remember, tomatoes are a sub-tropical fruit and dislike the cold: storing in the fridge impairs the flavour. Most of the tomatoes we buy in the supermarket - even those sold as grown for flavour and sun-ripened, and those on the vine - will improve their flavour if kept at room temperature for a few days. Their colour may deepen, and gradually, day by day, they will soften. Once the tomatoes have achieved their optimum state they should be eaten because they will quickly sag and wrinkle. The life of soggy, overripe tomatoes will not be extended by putting them in the fridge - in fact, they will go soft even more quickly. Use them in sauces, stews, soups, and for the stockpot."