Jólahlaðborð í kvöld, spurning hvort ég slepp lifandi frá þeirri reynslu, sbr. hlaðborðið í fyrra. En núna syngur Bergþór Pálsson, í fyrra var það Geir Ólafsson. Það eru allavega góð skipti, hvað sem matnum líður.
Svo ætlum við nokkur að hittast í heimahúsi á undan. Allt gott um það að segja nema það er suður í Garðabæ. Ég hef aldrei skilið þessa áráttu hjá fólki að vilja búa í úthverfum.
Annars veit ég um einstaklega skemmtilega íbúð til sölu á besta stað í bænum, það er að segja á Kárastígnum. Einn helsti kostur hennar er þó ekki talinn upp í fasteignaauglýsingunni, en hann er sá að ég bý á hæðinni fyrir neðan og er nágrönnunum innan handar varðandi ráðleggingar um matreiðslu og lán á exótískum kryddvörum og öðrum hráefnum.