Ég hef grillað pylsur í brauðrist og soðið egg í hraðsuðukatli, en ...
Áðan fór ég niður á pósthús til að ná í sendingu frá einni af mínum uppáhalds fornbókaverslunum, Powell's í Seattle. Þar sem Powell's er hinum megin á hnettinum og ég læt þá yfirleitt senda mér í sjópósti (þetta eru alltaf bækur sem mér liggur ekkert á að fá í hendur) líður svo langur tími þar til sendingin kemur að ég er venjulega búin að steingleyma hvaða bækur eru í henni. Nema það eru náttúrlega matreiðslubækur, ég þarf víst ekki að taka það fram.
Í þessum pakka var til dæmis bók sem ég var búin að gleyma að ég hafði pantað en á eftir að skemmta mér yfir, Off the Eaten Path eftir Bob Blumer, öðru nafni The Surreal Gourmet. Þarna eru til dæmis leiðbeiningar um hvernig maður gerir heita ostasamloku með straujárninu, bakar kjúkling í innkaupapoka, eldar rækjur á bílvélinni (eldunartími 80 kílómetra keyrsla) og sýður lax í uppþvottavélinni. Það sem meira er, ég held að þessar uppskriftir svínvirki allar ...