Linus Van Pelt er náttúrlega snillingur.
Það erum við mæðginin sammála um og vorum að ræða þetta hér áðan, sérstaklega með tilliti til nýja mottósins sem ég setti inn hér um daginn.
Efnafræðistúdentinn: Það er þrennt sem ég hef lært að ræða helst ekki: Trúmál, pólitík og fótbolti.
Ég: En þú ert alltaf að tala um fótbolta við mig. (Áhugaleysi mínu á boltaíþróttum er viðbrugðið.)
Efnafræðistúdentinn: Þú ert ekki vinur minn. Þú ert mamma mín.