Samanburður á helgarmorgnunum hjá okkur mæðginunum:
Laugardagsmorgun kl. 8.30:
Móðirin: -Hvenær ætli við höfum síðast bæði verið saman í eldhúsinu arfahress fyrir klukkan níu á laugardagsmorgni?
Efnafræðistúdentinn: -Aldrei.
Sunnudagsmorgunn kl. 12 á hádegi:
Móðirin: -Ég ætla að skreppa út.
Hræið af efnafræðistúdentinum, marflatt í stofusófanum: -Mrrpþvh ...
Í partíinu sem hann var í var víst leikinn samkvæmisleikur sem fólst í því að fólki var úthlutað landi og í hvert skipti sem það land fékk stig í Evróvisjón átti hlutaðeigandi að taka sopa (jafnvel jafnmarga og stigin voru, ég náði því ekki alveg). Efnafræðistúdentinn segist ekki hafa tekið þátt í þessu. Mig grunar samt að hann hafi verið Grikkland.