(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

11.2.04

Ég komst að því fyrir skemmstu að Boltastelpan var búin að fastákveða að við tvær ætluðum saman til útlanda í sumar. Það var svo gaman að fara með ömmu til Ítalíu í hitteðfyrra, skilst mér. (Reyndar bætti hún við þegar við vorum á heimleið ,,... en það hefði verið enn skemmtilegra ef þú hefðir ekki verið með.")

Henni hafði að vísu alveg láðst að bera þessa ákvörðun undir mig. Eða - það getur reyndar verið að hún hafi nefnt þetta einhvern tíma en ég ekkert gefið út á það og hún talið að þögn væri sama og samþykki.

En mér fannst þetta reyndar ekkert slæm hugmynd þegar til kom og það er vel líklegt að ég láti til leiðast. Ferðaáætlun er í smíðum en er mjög opin í báða enda enn sem komið er. Sennilega bindum við okkur þó ekki við eitt land í þetta skipti. Veit einhver um ódýra gistingu í Kaupmannahöfn í nokkrar nætur, snemma í júní? Þarf ekkert að vera sérlega merkileg; ég er öllu vön, ég hef gist á hótel STEP í Prag.

|